Dagskrá Innipúkans tilbúin

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í 21. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina, dagana 2.-4. ágúst. Heildardagskrá hátíðarinnar er nú klár og birt hér með nokkrum nýjum viðbótum við prógrammið. Páll Óskar og Skrattar koma í fyrsta sinn fram saman á sviði á opnunarkvöldi Innipúkans í ár, auk þess að koma fram í sitthvoru lagi á…

Innipúkinn 2024 um verslunarmannahelgina

Páll Óskar og Skrattar snúa bökum saman og koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina 2. – 4. ágúst en hátíðin fer nú fram í miðborg Reykjavíkur í 21. sinn. Meðal annarra listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, ex.girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.…

Sönglagakeppni Heklu – sambands norðlenskra karlakóra [tónlistarviðburður] (1956)

Haustið 1956 efndi Hekla, samband norðlenskra karlakóra til sönglagakeppni en árið á undan hafði Landsamband blandaðra kóra staðið fyrir sams konar keppni og var hugmyndin sjálfsagt að einhverju leyti þaðan komin. Um vorið 1956 hafði verið haldin söngtextakeppni um „Heklu“ og þar hafði texti eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu borið sigur úr býtum en keppendum…

Kraumsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn

Kraumsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Kraums við Vonarstræti nú síðdegis á fimmtudaginn. Kraumsverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru sex flytjendum sem gefið út plötu á árinu er þykja hafa skarað fram úr, fyrr í mánuðinum var birtur úrvalslisti tuttugu platna sem valinn hafði verið af öldungaráði verðlaunanna en þessar sex plötur eru…