Súersæt [2] (1990)

Hljómsveit starfaði í skamman tíma á Akureyri árið 1990 (frekar en 1991) undir nafninu Súersæt (Suicide). Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Helga Kvam var einn meðlima hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Gersemi tut (1990)

Gersemi tut var eins konar gjörningasveit eða fjöllistahópur sem starfaði innan Ólundar en það var félagsskapur ungs listafólks á Akureyri. Sveitin sem mun hafa verið tríó, kom fram á nokkrum uppákomum tengdum Ólund á fyrri hluta árs 1990, og voru meðlimir þess Helga Kvam og tveir aðrir sem síðar komu við sögu hljómsveitarinnar Vindva mei,…