Villingarnir [2] (2001)

Árið 2001 störfuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Herb Legowitz (Magnús Guðmundsson) plötusnúður og Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari saman undir nafninu Villingarnir. Þeir fluttu á tónleikum verk fyrir plötusnúða, saxófón og slagverk, eins og sagt var í auglýsingu fyrir viðburðinn en ekki liggur fyrir hvort þeir störfuðu eitthvað saman áfram undir þessu nafni.

T-World (1988-97)

T-World var dúett sem var á tímabili áberandi í dansgeiranum en sveitin reyndi fyrir sér á erlendum vettvangi um tíma. Segja má að stofnun GusGus hafi verið upphafið að endalokum dúettsins. Sögu T-World má rekja allt aftur til 1988 en þá byrjuðu þeir Birgir Þórarinsson (Biggi Veira) og Guðberg K. Jónsson að búa til og…