Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Sælusveitin (1996-2014)

Sælusveitin var pöbbadúett þeirra Hermanns Arasonar og Níelsar Ragnarssonar en þeir félagar störfuðu um árabil sunnan heiða og norðan, og skemmtu skemmtanaþyrstum ölstofugestum frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og fram á nýja öld. Hermann lék á gítar en Níels á hljómborðsskemmtara og sáu þeir báðir um sönginn. Sælusveitin gerði líklega út frá…