Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Geislar [2] (1965-69)

Hljómsveitin Geislar frá Akureyri er öllu þekktara nafn en hinir reykvísku Geislar sem störfuðu litlu fyrr sunnanlands, enda naut lag þeirra Skuldir, nokkurra vinsælda og gekk reyndar í endurnýjun lífdaga með Bítlavinafélaginu tuttugu árum síðar. Samstarfið var ekki alveg samfleytt alla tímann sem Geislar störfuðu en sveitin var stofnuð af nokkrum skólapiltum á Akureyri 1965…