Óvera (1971-72)

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971, meðlimir sveitarinnar voru þar þeir Hinrik Axelsson bassaleikari, Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Ragnar Berg Gíslason gítarleikari og Gunnar Svanlaugsson gítarleikari og söngvari. Óvera starfaði í nokkurn tíma eftir sigurinn í Húsafelli en árið 1972 bættist gítarleikarinn Sigurður Björnsson (Siggi Björns) í…

Ísjá (1976-80)

Hljómsveitin Ísjá var ein helsta danshljómsveitin á Snæfellsnesi á árunum 1976-80, að minnsta kosti. Meðlimir Ísjár voru Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Elvar Gunnlaugsson gítarleikari, Lárus Pétursson gítarleikari, Hinrik Axelsson bassaleikari og Hafsteinn Sigurðsson hljómborðsleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar. Ísjá, sem var frá Stykkishólmi, starfaði mestmegnis á heimaslóðum og kann að hafa starfað lengur…