Afmælisbörn 8. maí 2025

Átta tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Valíum (2002-03)

Trúbadorarnir Hjörtur Geirsson og Haraldur Davíðsson starfræktu í upphafi aldarinnar dúett sem þeir kölluðu Valíum. Valíum starfaði á árunum 2002 og 2003 og léku þeir félagar mestmegnis á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu s.s. á Langabar og Ara í Ögri en þeir munu einnig hafa leikið einhverju sinni í Ólafsvík.

Hjörtur Geirsson (1957-)

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni, bæði með hljómsveitum og sem trúbador en sem slíkur hefur hann gefið út nokkrar plötur og kassettur í gegnum tíðina. Hjörtur er fæddur vorið 1957, á sínum yngri árum starfaði hann með hljómsveitinni Berlín þar sem hann lék á bassa en eftir það var hann…

Hound dog tríóið (2003)

Hound dog tríóið (kallað Handdogstríóið Elvis í fjölmiðlum) var hljómsveit sem starfaði sumarið 2003 og lék þá víða á höfuðborgarsvæðinu á stöðum eins og Champion‘s café og Celtic Cross en einnig úti á landsbyggðinni s.s. á Selfossi og Hellu. Meðlimir Hound dog tríósins voru Elvis-eftirherman Jósef Ólason söngvari, Hjörtur Geirsson bassaleikari og Númi Björnsson gítarleikari.

Berlín (1974)

Hljómsveitin Berlín starfaði í nokkra mánuði árið 1974 og lék að öllum líkindum rokk í þyngri kantinum. Fyrir liggur að í upprunalegu útgáfu Berlínar voru þeir Hjörtur Geirsson bassaleikari, Kristmundur Jónasson trommuleikari, Ragnar Sigurðsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari (Eik, Íslensk kjötsúpa o.fl.), síðar voru þeir Gunnar Ágústsson trommuleikari og Magnús Finnur Jóhannsson (Eik o.fl.)…