Hljómskálinn í Stykkishólmi [tónlistartengdur staður] (1957-)

Lúðrasveit Stykkishólms hafði starfað í ríflega áratug árið 1957 og verið á hrakhólum með æfingahúsnæði þegar henni bauðst gamla bókasafnshúsið sem stóð á Þinghúshöfðanum í bænum til eignar gegn því að fjarlægja það af lóðinni en til stóð að reisa þar nýtt bókasafn. Þá um haustið var farið í verkefnið, turn áfastur húsinu var rifinn…

Hljómskálinn í Vestmannaeyjum [tónlistartengdur staður] (1928-)

Í Vestmannaeyjum stendur hús sem enn í dag gengur undir nafninu Hljómskálinn þrátt fyrir að hafa verið nýtt sem íbúðarhúsnæði nær alla tíð, nafngiftin kemur til af því að húsið var byggt sem æfinga- og tónleikastaður Lúðrasveitar Vestmananeyja. Lúðrasveitir hafa margoft verið starfandi í Vestmannaeyjum allt frá aldamótunum 1900 þótt ekki hafi það verið samfleytt.…

Hljómskálinn í Reykjavík [tónlistartengdur staður] (1922-)

Hljómskálinn við Tjörnina í Reykjavík gegnir stóru og mikilvægu hlutverki í íslenskri tónlistarsögu, húsið var hið fyrsta á Íslandi sem sérstaklega var byggt fyrir tónlistarstarfsemi og var reyndar eina hús sinnar tegundar allt fram undir lok 20. aldarinnar, en auk þess að gegna hlutverki æfingahúsnæðis og félagsheimilis fyrir Lúðrasveit Reykjavíkur var Tónlistarskólinn í Reykjavík þar…

Hljómskálinn á Blönduósi [tónlistartengdur staður] (um 1945-)

Upplýsingar óskast um hús á Blönduósi sem gekk undir nafninu Hljómskálinn og gegndi líkast til upphaflega einhvers konar tónlistartengdu hlutverki. Hljómskálinn var að öllum líkindum byggður í kringum stríðslok, hugsanlega sem viðbygging við gamla sýslumannshúsið á Blönduósi sem síðar varð að Hótel Blönduósi. Í Hljómskálanum fóru fram einhvers konar tónlistartengdar samkomur, skálinn hafði a.m.k. um…

Hljómskálinn í Sandgerði [tónlistartengdur staður] (um 1965-75)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um samkomuhús í Sandgerði sem gekk undir nafninu Hljómskálinn og var í notkun að minnsta kosti síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og fram á áttunda áratuginn. Svo virðist sem dansleikir hafi verið haldnir í þessu húsi en einnig mun annars konar starfsemi hafa verið þar, ekki er ólíklegt að húsið…

Samstilling [félagsskapur] (1982-97)

Söng- og skemmtifélagið Samstilling var félagsskapur sem starfaði um fimmtán ára skeið seint á síðustu öld. Það mun hafa verið söngvaskáldið Bergþóra Árnadóttir sem hafði veg og vanda af stofnun félagsins haustið 1982 og starfaði það líklega fram á vorið 1997, þó ekki alveg sleitulaust. Um var að ræða (misstóran) hóp fólks sem kom saman…