Hæfileikakeppni Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar [tónlistarviðburður] (1979-80)

Sumrin 1979 og 1980 var tvívegis haldin hæfileikakeppni þar sem fólki var gefinn kostur á að sýna hæfileika sína á ýmsum sviðum en keppnin var haldin í nafni Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar og Dagblaðsins á Hótel Sögu. Það mun hafa verið Birgir Gunnlaugsson sem fékk hugmyndina að hæfileikakeppninni og var Dagblaðið tilbúið í samstarf við hann…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Tríó Birgis Gunnlaugssonar (1975)

Tríó Birgis Gunnlaugssonar var skammlíf sveit, stofnuð sumarið 1975 upp úr Bítlunum sem Birgir Gunnlaugsson hafði þá starfrækt um tíma. Þeir Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg höfðu verið með Birgi í Bítlunum en líklega fylgdi hvorugur þeirra yfir í nýju sveitina, Jón I. Óskarsson trommuleikari og Albert Pálsson hljómborðsleikari léku hins vegar með Birgi…