Hljómsveit Gissurar Geirssonar (1970-81)
Hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Selfossi var ein aðal sveitaballasveit áttunda áratugarins en Suðurland var aðalvettvangur sveitarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1970 og voru meðlimir hennar yfirleitt þrír talsins en einnig komu söngvarar við sögu hennar, lengst af líklega Hjördís Geirs, systir hljómsveitarstjórans sem söng með þeim með hléum á árunum 1974-80. Ekki liggja fyrir upplýsingar um…
