Hlynur Þorsteinsson (1953-)

Hlynur Þorsteinsson læknir er það sem kalla mætti einyrki í tónlist þrátt fyrir að hann hafi starfað með fjölda hljómsveita sem gefið hafa út tugi platna, þær sveitir eiga það sameiginlegt að leika tónlist eftir hann. Hlynur (f. 1953) mun hafa eignast sinn fyrsta gítar um 17 ára aldur og fljótlega upp úr því farið…

Heybrók (2010-11)

Hljómsveit sem bar nafnið Heybrók er ein af fjölmörgum sveitum sem Hlynur Þorsteinsson læknir hefur starfrækt á tuttugustu og fyrstu öldinni en sveitin gaf út tvær breiðskífur árið 2010 og 2011 með frumsömdum lögum og textum eftir hann. Heybrók hefur líkast til aldrei komið fram opinberlega heldur eingöngu starfað í hljóðveri, og er að öllum…

Hljóð (2009-10)

Hljóð var hljómsveit eða tónlistarverkefni Hlyns Þorsteinssonar en hann gaf út tvær plötur undir þessu nafni, um var að ræða eigin lög hans og textar. Plöturnar tvær báru titlana Ljóð (2009) og Svefn skynseminnar (2010) og naut Hlynur aðstoðar nokkurra tónlistarmanna á þeim. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit. Efni á plötum

Spilaborgin [2] (2007)

Hljómsveitin Spilaborgin sem hér um ræðir hefur aldrei verið starfandi hljómsveit en er eitt af fjölmörgum tónlistarverkefnum sem læknirinn Hlynur Þorsteinsson hefur sinnt en hann hóf að sinna tónlistaráhuga sínum af fullum krafti eftir aldamót. Hlynur hefur gefið út á fjórða tug platna ýmist í eigin nafni eða með hljómsveitum sínum Sigurboganum, Pósthúsinu í Tuva…