Flækingar (1968-69)

Sönghópurinn Flækingar starfaði á árunum 1968 og 69, líklega í nokkra mánuði. Hópinn skipuðu þrír ungir menn og ein stúlka og sungu þau mestmegnis þjóðlög, það voru þau Helga Steinsson söngkona, Hörður Árnason gítarleikari, Lárus Kvaran gítarleikari og Helgi Bragason orgelleikari.

Beatniks [2] (1965-66)

Reykvíska hljómsveitin Beatniks (hin síðari) var ein af hinum svokölluðu bítlasveitum en hún var og hét á árunum 1965-66. Beatniks var skipuð nokkrum þekktum einstaklingum eins og Einari Vilberg sem átti eftir að starfa nokkuð við tónlist á næstu árum, Árna Þórarinssyni trommuleikara (síðar blaðamaður og rithöfundur svo fátt eitt sé nefnt) og Ingimundi Sigurpálssyni…