Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Erichs Hübner (1957-62)

Trommuleikarinn Erich Hübner (Erik Hubner) starfrækti hljómsveit í eigin nafni eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1952 frá Ísafirði en ekki er ljóst hvenær sú sveit tók til starfa. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1957 til 1962 en hún gæti hafa verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1957 þeir…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Austurbæjar (1947-65)

Líkt og við marga af gagnfræðaskólum landsins voru á sínum tíma starfandi skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (sem einnig var kallaður Ingimarsskóli eftir fyrsta skólastjóranum) en skólinn starfaði undir því nafni til ársins 1974 en hann hafði verið stofnaður 1918 og gekk fyrst undir nöfnunum Ungmennaskóli Íslands og Gagnfræðaskóli Reykjavíkur áður en Austurbæjarnafnið kom til sögunnar.…