Helgi og hljóðfæraleikararnir (1987-)

Eyfirska pönksveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir eiga sér langa og merkilega sögu, og útgáfusögu reyndar einnig. Margt er á huldu um sögu þessarar neðanjarðarsveitar því heimildir um hana liggja á víð og dreif um lendur alnetsins og því erfitt að pússla saman einhvers konar heildarmynd af henni og einkum þegar kemur að mannskap sem komið hefur…

HAMS (um 1980)

Hljómsveit starfaði í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um eða upp úr 1980 undir nafninu HAMS. HAMS (eða H.A.M.S.) mun vera skammstöfun fyrir meðlimi sveitarinnar en þeir voru Heiðar Ingi Svansson bassaleikari, Andri [?], Már [?] og Sigurður [?]. Ekki er vitað um frekari deili á þessari sveit og er óskað eftir upplýsingum um full nöfn þeirra…

Stúlknakór Hrafnagilsskóla (1972 / 1984-85)

Stúlknakór Hrafnagilsskóla mun hafa verið starfræktur á einhverjum tímaskeiðum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, upplýsingar um þann kór (eða kóra) er þó því miður af skornum skammti. Slíkur kór var starfandi við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði veturinn 1972-73 en skólinn var þá tiltölulega nýtekinn til starfa, og söng hann við vígslu skólahússins síðla hausts…