Hrafnhildur Guðmundsdóttir (1955-)
Hrafnhildur Guðmundsdóttir messósópran söngkona var töluvert áberandi í íslensku sönglífi um tíu ára skeið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, og söng þá m.a. hlutverk í óperuuppfærslum, tónleikauppfærslum á stærri verkum og sem einsöngvari víða á tónleikum. Söng hennar má jafnframt heyra á einni plötu. Hrafnhildur Eyfells Guðmundsdóttir (fædd 1955) kemur upphaflega af Suðurnesjunum…

