Hrafnhildur Guðmundsdóttir (1955-)

Hrafnhildur Guðmundsdóttir messósópran söngkona var töluvert áberandi í íslensku sönglífi um tíu ára skeið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, og söng þá m.a. hlutverk í óperuuppfærslum, tónleikauppfærslum á stærri verkum og sem einsöngvari víða á tónleikum. Söng hennar má jafnframt heyra á einni plötu. Hrafnhildur Eyfells Guðmundsdóttir (fædd 1955) kemur upphaflega af Suðurnesjunum…

Sveindís (um 1975)

Hljómsveit sem skilgreina mætti sem kvennahljómsveit starfaði innan Tónlistarskólans í Reykjavík og bar nafnið Sveindís. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin starfaði nákvæmlega en það mun þó hafa verið í kringum miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir Sveindísar voru Ragnhildur Gísladóttir söngvari og bassaleikari, Þórunn Björnsdóttir saxófónleikari, Hrafnhildur Guðmundsdóttir píanó- og gítarleikari og svo karlkyns trommuleikari…