Afmælisbörn 11. ágúst 2025

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Hreggviður Jónsson [2] (1941-2011)

Hreggviður Jónsson harmonikkuleikari var kunnur fyrir hljóðfæraleik austur á Fjörðum og Héraði en hann samdi einnig tónlist og var í forsvari fyrir félagsstarf harmonikkuleikara fyrir austan. Hreggviður Muninn Jónsson fæddist snemma árs 1941 en hann var frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð á Héraði. Hann var yngstur sex bræðra sem flestir eða allir léku á hljóðfæri og…

Hreggviður Jónsson [1] (1909-87)

Hreggviður Jónsson gegndi mikilvægu hlutverki í lúðrasveitastarfi Vestmannaeyinga um áratuga skeið, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður í félagsstarfinu. (Guðjón) Hreggviður Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum sumarið 1909 og kenndi sig við bæinn Hlíð í Eyjum. Hann var á unglingsaldri þegar hann hóf að leika með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem starfaði á árunum 1925 til 1931…

Harmoníkufélag Héraðsbúa [félagsskapur] (1984-)

Harmonikkufélag hefur verið starfandi á Héraði lengi vel og er það eitt af elstu starfandi félögum sinnar tegundar hérlendis, félagið hefur alla tíð verið öflugt. Það var vorið 1984 sem félagsskapur að nafni Félag harmonikuunnenda á Fljótsdalshéraði var stofnað og voru stofnmeðlimir þess fjórtán talsins en aðal tilgangur félagsins var að viðhalda og útbreiða harmonikkutónlist…

Harmonikufélagið Viktoría [félagsskapur] (1979-90)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélagið Viktoríu sem starfaði á Seyðisfirði líklega um ríflega áratugar skeið seint á síðustu öld. Fyrir liggur að Harmonikufélagið Viktoría var stofnað 1979 af Hreggviði Jónssyni en hann gegndi fyrstur formennsku í félaginu, um fimmtán manns voru í Viktoríu ári síðar en aðrar tölur um félagsmenn liggja ekki fyrir.…

Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar (1983-89)

Harmonikkuleikarinn Hreggviður Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð starfrækti hljómsveit í eigin nafni á níunda áratug síðustu aldar, sveitin lék víða um austanvert landið og ýmsir komu við sögu hennar meðan hún starfaði. Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar var stofnuð austur á Héraði haustið 1983 og starfaði hún líklega nokkuð óslitið til vorsins 1989 en þó kann að…

Torfastaðabræður (?)

Þegar talað er um Torfastaðabræður í tengslum við harmonikkuböll fyrri tíma er átt við bræðurna frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð sem léku fyrir dansi frá unga aldri, ýmist einir sér eða tveir saman, sagan segir að þeir hafi jafnvel notað töskurnar undan nikkunum við trommuslátt. Hér er giskað á að þeir hafi verið virkastir á fimmta,…