Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar (1976-82)

Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar starfaði um nokkurra ára skeið og sérhæfði sig í gömlu dönsunum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 82 en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, hér var þó líklega um að ræða Hreiðar Guðjónsson trommuleikara en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar. Hljómsveitin var tengd Árnesingakórnum og…

Hljómsveit Einars Loga (1959-66)

Um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit að nafni Hljómsveit Einars Loga en sú sveit lék víða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og var reyndar á tímabili fastagestur í hinum ýmsu klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu heimildir um hljómsveit Einars Loga eru frá því í mars árið 1959 en það er áður…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…