Cheesefarmers (1989-90)

Hljómsveitin Cheesefarmers frá Selfossi starfaði veturinn 1989-90 en var ekki langlíf sveit. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Jón Aðalsteinn Bergveinsson [?], Pétur Hrafn Valdimarsson [?], Eiríkur Guðmundsson [?] og Hreinn Óskarsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en meðlimir hennar ku m.a. hafa leikið á gyðingahörpu, kontrabassa o.fl.

Óson (1986-90)

Hljómsveitin Óson (einnig ritað Ozon) starfaði í Flóanum í Árnessýslu á árunum 1986 til 90. Sveitin var stofnuð 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Ingólfur Arnar Þorvaldsson trommuleikari, Jónas Már Hreggviðsson bassaleikari og Hreinn Óskarsson gítarleikari og söngvari en einnig var Jón Elías Gunnlaugsson meðal meðlima sveitarinnar fyrsta árið. Árið 1988 urðu þær…

Danshljómsveit Keflavíkur (1958-63)

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur (Hljómsveit Keflavíkur) sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar. Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1958 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk…