Söngvinir [2] (1989-)

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi hefur verið starfræktur um árabil, lengst undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Sigurðar Bragasonar og Kjartans Sigurjónssonar en hin síðari ár hafa mun fleiri komið að kórstjórninni. Söngvinir voru að öllum líkindum stofnaðir árið 1989 og var Kristín Sæunn Pjetursdóttir stjórnandi kórsins fyrstu árin eða allt til ársins 1994 þegar Sigurður…

Vorboðar (1985-)

Í Mosfellsbæ hefur verið starfandi blandaður kór eldri borgara um árabil undir nafninu Vorboðar, einnig stundum nefndur Vorboðinn. Tvennar sögur fara af því hvenær kórinn var stofnaður, heimildir segja ýmist 1989 eða 90 en líklega er fyrrnefnda ártalið réttara. Í upphafi voru um tuttugu manns í Vorboðanum en hann skipa líklega hin síðari ár um…

Breiðfirðingakórinn í Reykjavík [2] (1997-)

Blandaður kór hefur starfað innan Breiðfirðingafélagsins frá árinu 1997 en einnig hafði sams konar kór verið innan félagsins mörgum áratugum fyrr. Kári Gestsson var fyrsti stjórnandi Breiðfirðingakórsins og stýrði honum til 2001, þá kom Hrönn Helgadóttir til sögunnar og var við stjórnvölinn í um fimm ár áður en Judith Þorbergsson tók við. Julian Hewlett er…