Hrygningarstofninn (1983-84)

Veturinn 1983 til 84 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst en hún bar nafnið Hrygningarstofninn. Þessi sveit annaðist undirleik í söngkeppni skólans, Bifróvision sem haldin var um vorið 1984 og sjálfsagt hefur hún leikið á fleiri skemmtunum og dansleikjum innan skólans á Bifröst eins og aðrar skólahljómsveitir samvinnuskólans gerðu á sínum tíma. Engar frekari upplýsingar…

Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…