Huldubörn (2008-15)
Huldubörn var söngsveit/hljómsveit í Ólafsvík sem lengst af var skipaður systkinunum Sigurði Kr. Höskuldssyni og Erlu Höskuldsdóttur en nafnið kemur til af því að móðir þeirra hét Hulda (Anna Kristjánsdóttir). Huldubörn komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2008 þegar þau Sigurður og Erla skemmtu á sjómannadagsskemmtun í Ólafsvík og síðar sama sumar einnig á Ólafsvíkurvöku…

