Húnar [2] (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Húnar og lék á sjómannadagsdansleik á Ólafsfirði árið 1970, ólíklegt er að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á Eskifirði undir sama nafni þremur árum fyrr. Húnar voru að öllum líkindum frá Ólafsfirði eða nærsveitum, jafnvel úr Húnavatnssýslunni sé mið tekið af nafni sveitarinnar…

Húnar [3] (1999-2001)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnar var að leika töluvert fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu í kringum aldamótin, að minnsta kosti á árunum 1999 til 2001 en sveitin lék mestmegnis í Gerðubergi í Breiðholti. Engar frekari upplýsingar er að finna um Húna en svo virðist sem harmonikkuleikarinn Ragnar Leví Jónsson hafi eitthvað verið viðloðandi sveitina. Óskað…

Húnar [1] (1967)

Hljómsveitin Húnar starfaði á Eskifirði á síðari hluta sjöunda áratugarins, líkast til í nokkra mánuði árið 1967. Fáar heimildir er að finna um Húna og ekki liggja fyrir upplýsingar nema um einn meðlim sveitarinnar en það er Ellert Borgar Þorvaldsson sem var söngvari hennar og hugsanlega einnig bassaleikari, hann varð síðar þekktur liðsmaður hljómsveitarinnar Randver.…

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu (1987-2014)

Lúðrasveit var lengi starfrækt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu en ekki liggur fyrir hvort hún sé þar starfandi ennþá, hún var lengst af undir stjórn Skarphéðins Húnfjörð Einarssonar. Sveitin bar nafnið Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu. Tónlistaskólinn sem hefur þrjár starfsstöðvar, á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum, var stofnaður haustið 1971 en engar upplýsingar er að finna um hvenær skólalúðrasveit…