Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Við strákarnir [1] (1989-90)

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur. Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.