H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

Hljómsveit Garðars Jóhannessonar (1945-96)

Garðar Jóhannesson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um langt árabil, allt frá miðjum fimmta áratugnum þegar hann var um tvítugt og allt fram undir lok aldarinnar – lengst var hann þó með hljómsveit í Ingólfscafé. Rétt er að nefna að sveit Garðars er margsinnis ranglega nefnd Hljómsveit Garðars Jóhannssonar í auglýsingum og fjölmiðlum. Fyrsta hljómsveit sem Garðar…