Þarmagustarnir (1983-84)
Hljómsveitin Þarmagustarnir vakti nokkra athygli um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð í Kópavogi haustið 1983 og stuttu síðar keppti hún í Músíktilraunum Tónabæjar, sem þá voru haldnar öðru sinni. Þar komust Þarmagustar í úrslit og enduðu í öðru til þriðja sæti ásamt Bandi nútímans en Dúkkulísurnar sigruðu Músíktilraunirnar það árið. Meðlimir sveitarinnar, sem var…
