Niturbasarnir (1992-95)
Pönkveitin Niturbasarnir var upphaflega frá Djúpavogi en starfaði þó lengst af í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og gerði garðinn frægan þar, með því að komast í úrslit og ekki síður fyrir að brjóta gítar í undanúrslitunum. Meðlimir Niturbasa voru þá þeir Ástþór Jónsson söngvari, Unnsteinn Guðjónsson gítarleikari (síðar kenndur…

