Afmælisbörn 15. júní 2025

Í dag eru sjö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2024

Við áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast þeirra sem látist hafa á líðandi ári, og líkt og undanfarin áramót vill Glatkistan heiðra minningu tónlistarfólks sem létust á árinu 2024. Á listanum hér að neðan eru nöfn slíkra 21 tónlistarmanna og -kvenna sem komu að tónlist með einum eða öðrum hætti. Arthur…

Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar (2002)

Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar starfaði árið 2002 og lék þá fyrir eldri borgara í Sandgerðisbæ. Sveitin lék á slíkri skemmtun um haustið en einnig er heimild fyrir að Kristján Þorkelsson hafi leikið á sams konar skemmtun í byrjun sama árs en þá voru með honum Torfi Ólafsson gítarleikari, Ingvar Hólmgeirsson harmonikkuleikari og Einar Örn Einarsson söngvari,…

Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar (2000-15)

Harmonikkuleikarinn Ingvar Hólmgeirsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um langt árabil innan harmonikkusamfélagsins en hann lék ásamt sveit sinni á dansleikjum og öðrum samkomum innan þess og einnig fyrir eldri borgara. Elstu heimildir um Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar eru frá því um haustið 2000 en þá lék sveitin fyrir dansi í Húnabúð í Skeifunni. Á næstu…

Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] (1978-)

Harmonikufélag Þingeyinga er næst elsta harmonikkufélag landsins, stofnað á eftir Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík en félagið hefur starfað samfleytt til dagsins í dag. Það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð og Stefán Kjartansson sem höfðu frumkvæði að því að setja Harmonikufélag Þingeyinga á laggirnar en þeir vildu vinna að framgangi nikkunnar á Húsavík og nágrannabyggðum í Suður-Þingeyjarsýslu.…

Samband íslenskra harmonikuunnenda [félagsskapur] (1981-)

Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er það sem kalla mætti landssamtök áhugafólks um harmonikkuleik en innan þeirra vébanda eru líklega á annað þúsund manns í um tuttugu aðildarfélögum. Það voru sex harmonikkufélög sem stóðu að stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Akureyri vorið 1981 en félagsskapurinn var stofnaður til að stuðla að og efla harmonikkuleik á Íslandi.…