Afmælisbörn 9. október 2025

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og fimm ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Hrífa (2010)

Ballhljómsveit var starfandi á Akureyri eða Eyjafirðinum haustið 2010 undir nafninu Hrífa og var þá líklega nýlega stofnuð. Fyrir liggur að trommuleikari sveitarinnar var Ingvi Rafn Ingvason en upplýsingar vantar um aðra meðlimi Hrífu og hljóðfæraskipan. Eins vantar upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði sem og um annað sem heima ætti í umfjöllun um…

Afmælisbörn 9. október 2024

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og fjögurra ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Afmælisbörn 9. október 2023

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Svartigaldur (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Svartigaldur var meðal flytjenda á safnplötunni Lagasafnið 6 sem kom út árið 1997 en sveitin átti þar eitt lag – 17 milljón möguleikar. Óvíst er hvort þessi hljómsveit var í raun starfandi eða einvörðungu sett saman fyrir upptökur á laginu sem var eftir Magnús Sigurðsson en hann átti einnig textann. Sjálfur…

Slikk (1998)

Hljómsveitin Slikk var skammlíft tríó sem starfaði í fáeina mánuði árið 1998. Slikk tók til starfa snemma um vorið og lék á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu fram á mitt sumar en hætti þá störfum, meðlimir sveitarinnar voru Ingvar Valgeirsson söngvari og gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Georg Bjarnason bassaleikari.

Fitlar (1994-95)

Djasstríóið Fitlar starfaði í um eitt ár 1994-95 eða frekar mætti segja að tríóið hafi komið saman í tvígang, haustið 1994 og vorið 1995 en meðlimir þess voru annars vegar frá Akureyri og hins vegar Reykjavík. Það voru þeir Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason sem voru fulltrúar Norðlendinga í sveitinni en Jóel Pálsson…

Bláa sveiflan (1992)

Árið 1992 var starfandi djasshljómsveit sem kom fram stöku sinnum undir nafninu Bláa sveiflan. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Vilhjálmsson kontrabassaleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og söngkonan Berglind Björk Jónasdóttir. Ásgeir Óskarsson trommuleikari lék einnig með sveitinni í einhver skipti. Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði.

Yfir strikið (1996-98)

Ballsveitin Yfir strikið fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og nágrennis á því þriggja ára tímabili sem hún starfaði. Fyrstu heimildir um Yfir strikið er að finna frá því um sumarið 1996 og í beinu framhaldi lék hún nánast um hverja helgi þar til yfir lauk. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas Malmberg söngvari, Árni Björsson bassaleikari, Sigurður…