Hljómsveit José Riba (1951-52 / 1955-64)

Spánverjinn José Riba (Ólafur Jósef Pétursson) starfrækti hljómsveitir á sjötta áratugnum en hann fluttist búferlum til Íslands árið 1950 eftir að hafa komið hér fyrst á fjórða áratugnum og gifst þá íslenskri konu. José Riba bjó og starfaði á Akureyri fyrstu tvö árin (1950-52) og starfrækti þá hljómsveit sem lék reglulega á Hótel KEA, engar…

Þungavigtarbandið (?)

Hljómsveit starfandi á Akureyri, líkast til á áttunda áratug liðinnar aldar, gekk undir nafninu Þungavigtarbandið. Meðlimir Þungavigtarbandsins voru Mikael Jónsson trommuleikari (og hugsanlega söngvari), Árni Ingimundarson, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hannes Arason, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri síðast töldu þremenningarnir léku.