Íslenski kammerkórinn [2] (2012-15)
Íslenski kammerkórinn virðist hafa verið eins konar systurkór Kammerkórs Reykjavíkur eða útibú hans, sem stofnaður var að öllum líkindum haustið 2012. Ekki liggja fyrir neinar ítarlegar upplýsingar um þennan kór utan þess að Sigurður Bragason stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur stjórnaði honum. Íslenski kammerkórinn starfaði í þrjú ár að minnsta kosti og söng einkum trúarlega tónlist, hann…

