Íslenski kammerkórinn [2] (2012-15)

Íslenski kammerkórinn virðist hafa verið eins konar systurkór Kammerkórs Reykjavíkur eða útibú hans, sem stofnaður var að öllum líkindum haustið 2012. Ekki liggja fyrir neinar ítarlegar upplýsingar um þennan kór utan þess að Sigurður Bragason stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur stjórnaði honum. Íslenski kammerkórinn starfaði í þrjú ár að minnsta kosti og söng einkum trúarlega tónlist, hann…

Íslenski kammerkórinn [1] (1986)

Sumarið 1986 var Garðari Cortes óperustjóra Íslensku óperunnar boðið að koma með kór til að syngja á sumartónlistarhátíð í Kaupmannahöfn sem þá stóð fyrir dyrum. Það varð úr að hann setti saman þrettán manna blandaðan kór sem samanstóð af meðlimum úr Óperukórnum og nokkrum einsöngvurum, allt hámenntað tónlistarfólk, þeirra á meðal voru Viðar Gunnarsson, Ólöf…