Ívar Halldórsson (1970-)

Ívar (Jóhann) Halldórsson (f. 1970) hefur komið nokkuð víða við í tónlist þótt ekki hafi hann beinlínis verið mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi. Ívar var þó um tíma aðeins í sviðsljósinu um og upp úr 1990 þegar hann samdi lögin Gluggaást sem hann flutti í Landslagskeppninni (1990) ásamt Helgu Möller, Í einlægni sem hann samdi…