Octavia (1987-89)

Söngflokkurinn Octavia  (Oktavía) starfaði á Akranesi á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1987 til 89. Meðlimir Octaviu voru Hrönn Eggertsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Leif Steindal, Sigurjón Skúlason, Bjarki Sveinbjörnsson, Jensína Waage og Sigurður Ólafsson.

Barnakór Árbæjarkirkju [2] (2007-13)

Nokkurra ára hlé hafði orðið á barnakórastarfi innan Árbæjarkirkju snemma á 21. öldinni en 2007 var stofnaður þar nýr kór. Hann starfaði í fáein ár, fyrst var Jensína Waage stjórnandi kórsins en síðan Krisztina K. Szklená. Þessi kór starfaði líklega til ársins 2013.