Sönglagakeppni Heklu – sambands norðlenskra karlakóra [tónlistarviðburður] (1956)

Haustið 1956 efndi Hekla, samband norðlenskra karlakóra til sönglagakeppni en árið á undan hafði Landsamband blandaðra kóra staðið fyrir sams konar keppni og var hugmyndin sjálfsagt að einhverju leyti þaðan komin. Um vorið 1956 hafði verið haldin söngtextakeppni um „Heklu“ og þar hafði texti eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu borið sigur úr býtum en keppendum…

Sönglagakeppni LBK [tónlistarviðburður] (um 1955)

Landsamband blandaðra kóra (LBK) stóð fyrir sönglagakeppni – að öllum líkindum tvívegis en því miður eru heimildir af skornum skammti og því er lítið hægt að fullyrða um það. Það var í nóvember 1953 sem LBK setti á fót ljóðasamkeppni sem átti að verða eins konar forsmekkurinn að sönglagakeppni sem kæmi í kjölfarið en keppnirnar…

Jóhann Ó. Haraldsson (1902-66)

Tónskáldið Jóhann Ó. Haraldsson lifði og starfaði alla ævi sína við Eyjafjörðinn. Þótt hann sé e.t.v. ekki meðal þekktustu tónskálda íslenskrar tónlistarsögu liggja eftir hann fjölmörg verk af ýmsum toga. Jóhann Ólafur Haraldsson fæddist á Dagverðareyri við Eyjafjörð árið 1902 og snemma varð ljóst að hann var með afbrigðum músíkalskur og hafði óvenju gott tóneyra.…