Fjarkar [1] (1963-68)

Reykvíska sveitin Fjarkar voru gítarhljómsveit í upphafi, stofnuð í Austurbæjarskóla haustið 1963 en fylgdi straumnum eins og aðrir og varð að bítlasveit, enda meðlimir hennar í upphafi á aldrinum 14-16 ára. Meðlimir Fjarka alla tíð voru Kristbjörn Þorláksson trommuleikari, Jóhann Ögmundsson gítarleikari, Kristján Gunnarsson gítarleikari og Kristján Snorri Baldursson bassaleikari. Líkast til sungu þeir flestir.…