Venus [5] (1993-2005)

Hljómsveit sem bar nafnið Venus starfaði á Rifi á Snæfellsnesi um ríflega áratugar skeið í kringum síðustu aldamót og lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum. Venus var stofnuð haustið 1993 en stofnmeðlimir hennar voru nokkrir vinnufélagar sem störfuðu við beitningar á Rifi, aðeins einn þeirra hafði þá reynslu af spilamennsku í hljómsveitum en það var…