Hljómsveit Jóhannesar Ásbjörnssonar (1979)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhannesar Ásbjörnssonar sem ku hafa gert út frá Akureyri árið 1979. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit en Jóhannes Ásbjörnsson mun vera harmonikkuleikari sem gæti þó hafa leikið á hljómborð í þessari hljómsveit sinni. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan…

Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Gústavus (1970-78)

Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…