Bylur (1981-86)
Hljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit. Bylur lék frá upphafi frumsamið þjóðlagarokk í ætt við það sem fjölmargar enskar sveitir voru að gera um það leyti en síðar bættust einnig við tónlistina djassskotin áhrif.…
