Hljómsveit Jóhannesar Jóhannessonar (1933)

Hljómsveit Jóhannesar Jóhannessonar lék fyrir dansi á árshátíð verkakvennafélagsins Framtíðar í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði haustið 1933. Ekki finnast neinar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit en svo virðist sem um sé að ræða harmonikkuleikarann Jóhannes Gunnar Jóhannesson og að hann hafi um þetta leyti starfrækt hljómsveit í sínu nafni. Óskar er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Jóhannes G. Jóhannesson [1] (1901-88)

Jóhannes G. Jóhannesson (hinn eldri) var lagahöfundur, harmonikkuleikari og hljóðfæraviðgerðarmaður en meðal verka hans var harmonikkusmíði. Jóhannes Gunnar Jóhannesson fæddist 1901 á Tjörnesi í Suður-Þingeyjasýslu en fluttist ungur ásamt fjölskyldu sinni til Patreksfjarðar þar sem hann bjó fram á fullorðinsár. Á Patreksfjarðarárum sínum eignaðist Jóhannes sína fyrstu harmonikku en hann var þá einungis sex ára…