Hljóðmúrinn [hljóðver / umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1990-94)

Margt er á huldu varðandi fyrirtæki sem bar nafnið Hljóðmúrinn en um var að ræða hljóðver, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtæki, auk þess sem það hafði með umboðssölu hljóðfæra, tónlistarkennslu og tækjaleigu að gera líka. Hljóðmúrinn var líklega settur á stofn um haustið 1990 en eigandi þess var Jóhannes Pétur Davíðsson gullsmiður. Svo virðist sem hann hafi…

Baunagrasið (1992-93)

Jóhannes Pétur Davíðsson (1971-2013) gaf út plötu undir aukasjálfinu Baunagrasið, sú plata fór þó ekki hátt. Jóhannes sem var gullsmiður að mennt hafði fengist við gítarkennslu, rekið hljóðverið Hljóðmúrinn um tíma auk þess að reka skemmtistaði, m.a. Jollygood (áður Hollywood) þegar hann hóf að taka upp frumsamið efni undir nafninu Baunagrasið og haustið 1992 kom…