Jökulsveitin (1992-94)

Jökulsveitin var blúshljómsveit skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin sem stofnuð var snemma árs 1992, hafði á að skipa ungum menntskælingum sem voru Margrét Sigurðardóttir söngkona en hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna um svipað leyti, Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Finnur Júlíusson hljómborðsleikari, Jón Indriðason trommuleikari og Heiðar…