Jómfrú Ragnheiður [1] (1972)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1972 en nafn hennar er skírskotun í leikrit Guðmundar Kamban um Ragnheiði biskupsdóttur. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Jómfrú Ragnheiður [2] (1975)

Hljómsveitin Jómfrú Ragnheiður var sett saman fyrir fjörutíu ára afmælishátíð Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss sem haldin var í janúar 1975. Sveitin lék í fáein skipti í kringum afmælið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða tilurð að öðru leyti.