Canto kvartettinn (1945-51)

Canto kvartettinn var tvöfaldur kvartett (þótt nafn hans gefi annað til kynna) sem starfaði á Siglufirði um miðja síðustu öld en þar í bæ var sönglíf með ágætum, sbr. Karlakórinn Vísir. Kvartettinn mun hafa komið fyrst fram á þorrablóti í upphafi ársins 1945 og því er ekki ólíklegt að hann hafi verið stofnaður fyrir áramótin…

Mánakvartettinn [3] (1992-94)

Söngkvartettinn Mánakvartettinn starfaði í Skagafirðinum á fyrri hluta síðasta áratugar liðinnar aldar. Meðlimir kvartettsins voru þeir Jón Gunnlaugsson bassi, Guðmundur Ragnarsson bassi, Magnús Sigmundsson tenór og Jóhann Már Jóhannsson tenór. Þeir félagar skemmtu með söng sínum á ýmsum samkomum í sveitinni á árunum 1992 til 94, og hugsanlega eitthvað lengur.