Felan (1984)

Hljómsveitin Felan starfaði innan veggja Menntaskólans við Sund árið 1984 en þá lék sveitin á maraþontónleikum á Þorravöku skólans í febrúar og setti þar Íslandsmet, spilaði í rúmlega þrjátíu klukkustundir. Ekki liggur hvort sveitin var stofnuð sérstaklega fyrir þennan atburð eða hvort hún hafði þá starfað í einhvern tíma. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Alfreð Alfreðsson…

Aliter teatrum (1985)

Aliter teatrum var eins konar nýbylgjuútgáfa af hljómsveitinni Nefrennsli og starfaði um skamma hríð árið 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Egill Eyþórsson gítarleikari, Alfreð Jóhannes Alfreðsson trommuleikari, Jón Harry Óskarsson bassaleikari og Jón Gunnar Kristinsson (Jón Gnarr) söngvari.