Skjaldmeyjar flotans (1996)

Hljómsveit skipuð kvenfólki í meirihluta starfaði árið 1996 undir nafninu Skjaldmeyjar flotans og var eins konar kántrísveit. Meðlimir Skjaldmeyja flotans voru Kidda rokk (Kristín Þórisdóttir) bassaleikari [?], Eygló [Kristjánsdóttir?] gítarleikari [?], Guðveig [Anna Eyglóardóttir?] söngkona [?], Sigríður Árnadóttir söngkona [?], Valtýr Björn Thors gítarleikari [?] og Jón Mýrdal trommuleikari. Kunnugir mættu gjarnan staðfesta nöfn og…

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði (1913-)

Kór hefur verið starfandi við Fríkirkjuna í Hafnarfirði á aðra öld þótt upplýsingar liggi ekki fyrir nákvæmlega um hvenær hann var stofnaður eða hvort hann hefur starfað alveg samfleytt, í þessari umfjöllun er gert ráð fyrir að hann hafi starfað frá stofnun kirkjunnar árið 1913 en Fríkirkjan var fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði.…

Samkór Neskaupstaðar [2] (1968-69)

Tilraun var gerð til að starfrækja blandaðan kór á Neskaupstað veturinn 1968-69, hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar rétt eins og kór sem starfað hafði á staðnum rétt rúmlega áratug áður. Stjórnandi Samkórs Neskaupstaðar var Jón Mýrdal en kórinn var skammlífur og starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði.