Íslenski kórinn í Lundi (1991-)

Blandaður kór skipaður Íslendingum hefur verið starfandi í Lundi í Svíþjóð síðan 1991, með litlum eða engum hléum. Það var sumarið 1991 sem kórinn var formlega stofnaður en hann hefur frá upphafi gengið undir nafninu Íslenski kórinn í Lundi, líklega hafði hann þó óformlega verið starfandi allt frá árinu 1983. Fjölmargir hafa stjórnað þessum kór…

Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu (1974)

Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu var skammlífur blandaður kór sem settur var saman fyrir hátíð sem Vestfirðingar eins og aðrir Íslendingar héldu í tilefni af 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Jón Ólafur Sigurðsson stjórnaði Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu.