Fávitar í spennitreyju (2003)

Hljómsveitin Fávitar í spennitreyju úr Rangárþingi (líklega Hvolsvelli) var meðal þátttakenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003. Sveitina skipuðu þeir Árni Rúnarsson söngvari, Ómari Smári Jónsson gítarleikari og söngvari, Jón Óskar Björgvinsson bassaleikari og Andri Geir Jónsson trommuleikari. Fávitar í spennitreyju komust ekki áfram í úrslit keppninnar.