Rómó og Geiri (1958-65)
Rómó og Geiri var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en sveitina stofnaði hann um fimmtán ára aldur, árið 1958. Á þessum árum gekk Geirmundur undir gælunefninu Geiri. Sveitin var alla tíð tríó þeirra bræðra Geirmundar og Gunnlaugs Valtýssona og Jóns Sæmundssonar, en þeir félagar léku mestmegnis á heimaslóðum, í Skagafirðinum og Húnavatnssýslum. M.a. léku þeir…
