Hljómsveit Eddu Levy (1969-70)

Hljómsveit Eddu Levy starfaði um eins árs skeið á árunum 1969 og 70, og kom þá nokkuð víða við á fremur stuttum tíma. Sveitin var stofnuð síðla árs 1969 og var hún í upphafi skipuð þeim Eddu Stefaníu Levy söngkonu og Guðlaugi Pálssyni trommuleikara (sem áður höfðu starfað saman í hljómsveitinni Astró), Óskari Kristjánssyni bassaleikara,…

Midas [2] (1972)

Hljómsveitin Midas var skammlíf sveit sem spilaði nánast eingöngu í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli. Sveitina skipuðu þeir Einar Júlíusson söngvari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Jón Skaptason gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og Már Elíson trommuleikari. Þegar Einari söngvara og Kristni saxófónleikara bauðst að ganga til liðs við Musicamaxima, hætti Midas störfum.