Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar (1959-66)

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var aðal hljómsveit Sauðkrækinga á sjöunda áratug síðustu aldar en hún var eins konar hlekkur á milli H.G. kvartetts Harðar Guðmundssonar og Falcon áður en Geirmundar þáttur Valtýssonar hófst. Sveitin lék á dansleikjum og var fastur liður í Sæluviku Skagfirðinga um árabil. Haukur Þorsteinsson stofnaði sveit sína líklega árið 1958 eða 59…

Hljómsveit Harðar Fríðu (um 1950)

Á Sauðárkróki starfaði hljómsveit um eða rétt fyrir 1950, sem bar nafnið Hljómsveit Harðar Fríðu en Hörður þessi var Guðmundsson og rak síðar hljómsveitina H.G. kvartett / kvintett. Hljómsveit Harðar Fríðu var skipuð þeim Herði og Hauki Þorsteinssyni sem báðir léku á harmonikkur og með þeim var trommuleikarinn Jónas Þór Pálsson, svo um var að…

H.G. kvartett [1] (1952-61)

Sauðárkrókur hafði sína eigin danshljómsveit um og upp úr 1950 en hljómsveit Harðar Guðmundssonar eða H.G. kvartett (kvintett þegar þeir voru fimm) eins og hún var oftast kölluð starfaði á árunum 1952 til 61, og líklega lengur – upplýsingar þess efnis vantar. Sveitin lék oft á Sæluviku þeirra Skagfirðinga á Sauðárkróki. H.G. kvartettinn var ein…

Flamingo [1] (1966-71)

Hljómsveitin Flamingo starfaði á Sauðárkróki og nágrenni á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar og lék þá á dansleikjum í Skagafirðinum og reyndar mun víðar á norðanverðu landinu. Flamingo (kvartett) var stofnuð upp úr Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar sem hafði verið starfandi á Króknum um árabil, þegar Haukur ákvað að hætta með sveit sína 1966 tóku…