Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Tilfelli [1] (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972. Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar í upphafi voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari, Gunnar Tryggvason gítarleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari, Júlíus Fossberg trommuleikari og Stefán Baldvinsson [?]. Um vorið urðu þær breytingar…

Engir (1965-66)

Norðlenska bítlahljómsveitin Engir var vinsæl unglingasveit á Akureyri 1965-66 og lék m.a. á héraðsmótum nyrðra. Sveitin sem var skipuð þeim Hauki Ingibergssyni (síðar í Upplyftingu) gítarleikara og söngvara, Agli Eðvarðssyni sembaletleikara og söngvara, Júlíusi Fossberg trymbli og Reyni Adolfssyni bassaleikara, hafði þá starfað um árabil undir ýmsum nöfnum og gekk undir nafninu Lubbar til haustsins…